Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 11. 2015 | 00:01

Evróputúrinn: Brooks í forystu í hálfleik – GMac og Rose T-2!

Enski kylfingurinn Daníel Brooks er í forystu í hálfleik á Opna skoska.

Brooks hefir samtals leikið á 11 undir pari, 129 höggum (64 65).

Brooks er ekki kunnasti kylfingurinn á Evróputúrnum – Hér má sjá kynningu Golf 1 á honum SMELLIÐ HÉR: 

Í 2. sæti 3 höggum á eftir sem sé á samtals 8 undir pari er Graeme McDowell ásamt 5 öðrum kylfingum þ.á.m. þeim sem á titil að verja Justin Rose.  Hinir eru: Matthew Nixon frá Englandi; Bandaríkjamaðurinn Ryan Palmer; Írinn Shane Lowry og sænski kylfingurinn Johan Carlsson.

Sjá má hápunkta 2. dags á Opna skoska með því að SMELLA HÉR: 

Til þess að sjá stöðuna á Opna skoska SMELLIÐ HÉR: