Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 28. 2013 | 13:00

Evróputúrinn: Brett Rumford sigraði á 1. holu í 3 manna bráðabana á Ballantine´s með erni!

Ástralinn Brett Rumford sigraði á Ballantine´s Opne á Blackstone golfvellinum í Icheon, Suður-Kóreu.

Rumford og landi hans Marcus Fraser og Skotinn Peter Whiteford voru allir á 11 undir pari, 277 höggum eftir 72 holu spil og því varð að koma til bráðabana milli þeirra þriggja.

Rumford vann strax á 1. holu bráðabanans með glæsilegum erni!

Í 4. sæti varð Frakkinn Romain Wattel á 9 undir pari og í 5. sætinu varð risamótssigurvegarinn fv. Louis Oosthuizen á 8 undir pari.

Til þess að sjá úrslitin á Ballantine´s 2013 SMELLIÐ HÉR: