M
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 10. 2016 | 13:25

Evróputúrinn: Brandon Stone sigraði á BMW SA Open

Fyrsti sigurvegari ársins 2016 á Evróputúrnum heitir Brandon Stone og er frá Suður-Afríku.

Hann sigraði á einu elsta og virtasta golfmóti heims Opna suður-afríska.

Stone spilaði á samtals 14 undir pari, 274 höggum (71 67 65 71).

Í 2. sæti varð landi Stone þ.e. Christiaan  Bezuidenhout á 12 undir pari og í 3. sæti varð Englendingurinn Daníel Brooks á 11 undir pari.

Þekktari kylfingar sjást ekki fyrr en í 4. sæti  þ.e.  Branden Grace og Retief Goosen báðir frá S-Afríku, en þeir deildu sæti með löndum sínum þeim Justin Walters og Keith Horne, en allir voru þeir á 9 undir pari, hver.

Til þess að sjá lokastöðuna á BMW SA Open SMELLIÐ HÉR: