Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 22. 2017 | 11:30

Evróputúrinn: Bourdy m/ás í Kína – Myndskeið

Franski kylfingurinn Grégory Bourdy átti glæsilegan ás á Shenzhen Open í Kína nú fyrr í dag á 3. keppnisdegi.

Ásinn kom á par-3 3. braut Genzon golfvallarins, sem er 170 metra löng.

Bourdy lauk hringnum á 2 undir pari, 70 höggum; fékk auk ássins  5 fugla, 3 skolla og 1 skramba og deilir, sem stendur, 7. sætinu með 3 öðrum.

Samtals er Bourdy búinn að spila á 10 undir pari, 206 höggum (67 69 70).

Sjá má ás Bourdy með því að SMELLA HÉR: