Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 23. 2014 | 21:00

Evróputúrinn: Björn og Lowry efstir í Wentworth – Hápunktar 2. dags

Þeir Thomas Björn og Shane Lowry deila nú toppsætinu á flaggskipsmóti Evrópumótaraðarinnar þegar mótið er hálfnað.

Björn og Lowry léku á samtals 10 undir pari, 134 höggum, hvor; Björn (62 72) og Lowry (64 70).

Þremur höggum á eftir forystumönnunum eru þeir Luke Donald og Rafa Cabrera-Bello og 4 kylfingar deila síðan 5. sætinu þeir Rory McIlroy, Jonas Blixt, Fabrizio Zanotti og Henrik Stenson. 

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag BMW PGA Championship SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á BMW PGA Championship SMELLIÐ HÉR: