Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 25. 2014 | 08:00

Evróputúrinn: Björn enn efstur í Wentworth – Hápunktar 3. dags

Daninn Thomas Björn er enn efstur fyrir lokahring BMW PGA Championship í Wentworth klúbbnum, en hann er búinn að leiða alla keppnisdagana.

Forysta hans er afgerandi en hann hefir 5 högga forystu á þann sem er í 2. sæti fyrrum nr. 1 á heimslistanum, Luke Donald.

Björn er samtals búinn að spila á 15 undir pari, 201 högg (62 72 67) meðan Donald er á 10 undir pari, 206 höggum (64 70 73).

Í 3. sæti er Shane Lowry á 9 undir pari og 4. sætinu deila þeir Rory McIlroy og Joost Luiten á samtals 8 undir pari, hvor.

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag BMW PGA Championship SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 3. dags á BMW PGA Championship SMELLIÐ HÉR: