Birgir Leifur Hafþórsson. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 22. 2018 | 18:00

Evróputúrinn: Birgir Leifur T-55 e. 2. dag á BMW Int.

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, flaug í gegnum í niðurskurðinn í dag á BMW International, sem er mót vikunnar á Evróputúrnum.

Birgir Leifur hefir leikið á samtals 3 yfir pari, 147 höggum (74 73).

Hann er T-55 þ.e. deilir 55. sætinu með 10 öðrum kylfingum þ.á.m. Chase Koepka, bróður sigurvegara Opna bandaríska í ár Brooks Koepka.

Í efsta sæti í hálfleik er Scott Hend frá Ástralíu á samtals 6 undir pari, 138 höggum (71 67).

Sjá má stöðuna á BMW International með því að SMELLA HÉR: