Birgir Leifur Hafþórsson. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 21. 2018 | 23:00

Evróputúrinn: Birgir Leifur á 66 og komst g. niðurskurð á Portugal Masters!!!

Birgir Leifur Hafþórsson atvinnukylfingur úr GKG komst gegnum niðurskurðinn á Portugal Masters nú í dag.

Birgir lék 2. hringinn á stórglæsilegum 5 undir pari, 66 höggum; hring þar sem hann fékk 2 erni, 4 fugla og 3 skolla.

Samtals lék Birgir Leifur því á 3 undir pari, 139 höggum (73 66) og það dugði til þess að komast gegnum niðurskurð!

Spilað er á Dom Pedro Victoria vellinum í Vilamoura í Portúgal.

Sjá má stöðuna á Portugal Masters með því að SMELLA HÉR: