Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 2. 2018 | 19:00

Evróputúrinn: Bertasio og Khongwatmai leiða e. 2. dag á Maybank – Hápunktar

Það eru kylfingarnir Nino Bertasio frá Ítalíu og thaílenski kylfingurinn Phachara Khongwatmai, sem leiða á móti vikunnar á Evróputúrnum, Maybank Championship.

Spilað er í Saujana G&CC í Kuala Lumpur í Malasíu.

Báðir hafa þeir Bertasio og Khongwatmai spilað á samtals 7 undir pari, 133 höggum (68 65).

Lee Westwood er síðan einn 4 kylfinga sem deila 3. sætinu – hinir eru: Chris Paisley frá Englandi, Marc Warren frá Skotlandi og Japaninn Juta Ikeda; allir á samtals 10 undir pari, hver, eða 1 höggi á eftir forystumönnunum.

Sjá má hápunkta 2. dags á Maybank Championship með því að SMELLA HÉR: 

Til þess að sjá stöðuna á Maybank Championship SMELLIÐ HÉR: