Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 5. 2015 | 20:30

Evróputúrinn: Bernd Wiesberger sigurvegari í París

Það var Austurríkismaðurinn Bernd Wiesberger sem sigraði á Alstom Open de France á Le Golf National golfvellinum í París í dag.

Wiesberger lék á samtals 13 undir pari, 271 höggi (68 72 66 65).

Í 2. sæti varð Englendingurinn James Morrison á samtals 10 undir pari og í 3. sæti varð Jaco Van Zyl frá Suður-Afríku á samtals 8 undir pari.

Martin Kaymer sem alltaf hefir gengið vel í París varð að láta sér lynda 4. sætið að þessu sinni, en gaman engu að síður að sjá hann ofarlega á skortöflunni aftur.  Kannski að hann verði kominn í fantaform fyrir Opna breska?

Til þess að sjá lokastöðuna á Alstom Open de France SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 4. dags á Alston Open de France SMELLIÐ HÉR: