
Evróputúrinn: Bello, Brier, Hoey og Oosthuizen, deila efsta sætinu á Alfred Dunhill
Nú er aftur komið að Alfred Dunhill mótinu en það er haldið á 3 völlum í Skotlandi: St. Andrews, Carnoustie og Kingsbarns. Spilað verður dagana 29. september -2. október.
Eftir fyrsta daginn eru 4 sem leiða hóp 168 keppenda: Louis Oosthuizen frá Suður-Afríku, Marcus Brier frá Austurríki, Norður-Írinn Michael Hoey og Rafael Cabrera-Bello frá Gran Kanarí (golfklúbbur hans er Maspalomas, sem margir Íslendingar kannast við).
Ofangreindir 4 kylfingar luku allir leik á 66 höggum og eru því -6 undir pari. Oosthuizen vann fyrsta risamótstitil sinn 2010 á Opna breska og sagði í tilefni dagsins, eftir að ljóst var að hann væri í forystu á Alfred Dunhill: „Það var gaman að koma tilbaka og upplifa allt aftur. Það var skemmtilegt að spila æfingahring á St. Andrews í gær með bróður mínum. Ég sýndi honum hvar sum högga minna lentu og svoleiðis hluti.”
Hápunktur dagsins hjá Norður-Íranum Michael Hoey var örninn, sem hann fékk á par-5 18. brautinni. Hann sagði um örninn sinn: „Við vissum að þetta var inni í myndinni vegna þess að það var meðvindur og ég sló gott dræv,” sagði hann m.a.
Austurríkismaðurinn Marcus Brier var fyrsti Austurríkismaðurinn til þess að sigra á Evrópumótaröðinni, en hann náði ekki að vera meðal 115 efstu á síðasta keppnistímabili og er í svipuðum vandræðum í ár. Sem er, er Brier í 109. sæti og með góðu gengi á Alfred Dunhill er hann að vonast eftir að tryggja stöðu sína og kortið eftirsótta. „Ég er enn að vonast eftir að vinna mér inn nægilega mikinn pening til þess að fá kortið mitt,” sagði hann. „Þetta er síðasta stóra tækifærið mitt, þannig að ef allt gengur upp þá er það gott – það auðveldar afgang keppnistímabilsins.”
Loks er Rafael Cabrera Bello meðal þeirra 4 sem deila 1. sætinu eftir 1. dag. Hann vann Opna austurríska fyrir 2 árum (með frábærum lokahring upp á 60 högg) en hefir ekki verið meðal topp-10 á Evrópumótaröðinni síðan í vor. Hann sagði:„Ég byrjaði vel á fyrri 9 og fór virkilega í gang við örninn á 3. braut (tók upp 7. járn og setti boltann 2 metra frá pinna),” sagði hann. „En eftir að 4 fuglar fylgdu á 7 brautum, þá vissi ég að ég ætti von á ágætis skori og á var undir svolítilli pressu seinni 9 vegna þess að ég vildi ekki eyðileggja fyrir mér.”
Sex kylfingar deila síðan 5. sætinu, komu inn á 67 höggum aðeins 1 höggi á eftir fjórmenningunum í forystunni. Þeir eru: Graeme McDowell, frá Norður-Írlandi; Jaco Van Zyl frá Suður-Afríku; Bretinn James Morrison; SkotarnirJames Byrne og Marc Warren og Frakkinn Grégory Havret.
Til þess að sjá stöðuna á Alfred Dunhill smellið HÉR:
- október. 1. 2023 | 16:16 Ryder Cup 2023: Áhangendur streymdu á Marco Simone eftir sigur liðs Evrópu 16,5-11,5
- október. 1. 2023 | 15:40 Ryder Cup 2023: Fleetwood innsiglar sigur liðs Evrópu!!!
- október. 1. 2023 | 15:10 Ryder Cup 2023: Hovland, Rory og Hatton unnu sínar viðureignir – Rahm hélt jöfnu – Vantar bara 1/2 stig núna!!!
- október. 1. 2023 | 12:00 Ryder Cup 2023: Tvímenningsleikir sunnudagsins
- október. 1. 2023 | 08:00 Ryder Cup 2023: Evrópa 10,5 – Bandaríkin 5,5 e. 2. dag
- ágúst. 13. 2023 | 21:00 Íslandsmótið 2023: Logi hlaut Björgvinsskálina!
- ágúst. 13. 2023 | 19:30 Íslandsmótið 2023: Ragnhildur og Logi Íslandsmeistarar!!!
- ágúst. 12. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2023)
- ágúst. 7. 2023 | 23:00 Birgir Björn sigurvegari Einvígisins á Nesinu 2023
- ágúst. 1. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur Gíslason og Guðmundur Liljar Pálsson – 1. ágúst 2023
- ágúst. 1. 2023 | 08:18 Ryder Cup 2023: Stewart Cink 5. varafyrirliði liðs Bandaríkjanna
- júlí. 31. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kolbrún Rut Evudóttir – 31. júlí 2023
- júlí. 31. 2023 | 12:00 European Young Masters: Markús Marelsson varð í 2. sæti!!! – Glæsilegur!!!
- júlí. 30. 2023 | 23:59 PGA: Lee Hodges sigurvegari 3M Open
- júlí. 30. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bergsteinn Hjörleifsson – 30. júlí 2023