Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 24. 2017 | 16:45

Evróputúrinn: Axel á +4 e. 9 holur á Made in Denmark mótinu

Axel Bóasson, atvinnukylfingur úr GK, tekur þátt í Made in Denmark mótinu, sem er hluti af Evróputúrnum, en þetta er fyrsta mótið sem Axel tekur þátt í á Evrópumótaröðinni.

Spilað er í Himmerland Golf & Spa Resort í Farsø, Danmörku.

Eftir fyrstu 9 holur á 1. hring mótsins hjá Axel er hann búinn að spila á 4 yfir pari – búinn að fá 1 fugla og 5 skolla!!!

Meira jafnvægi er yfir seinni 9 hjá Axel en 4 fyrstu holurnar (10.-13.) er hann búinn að spila á parinu.

Sem stendur er Axel í 141. sæti af 156 keppendum.

Til þess að fylgjast með Axel og sjá stöðuna á Made in Denmark SMELLIÐ HÉR: