Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 8. 2016 | 11:00

Evróputúrinn: Anthony Wall sigraði í Paul Lawrie holukeppninni

Mót vikunnar á Evróputúrnum var Aberdeen Assett Management Paul Lawrie Match Play.

Til úrslita í mótinu léku Anthony Wall frá Englandi og Alex Noren frá Svíþjóð.

Wall sigraði í Paul Lawrie holukeppninni og hlaut € 171,000 sigurtékka.

Til úrslita um 3. sætið léku Oliver Fisher og James Morrison og þar hafði James Morrison betur og hafnaði því í 3. sæti.

Sjá má hvernig leikirnir milli þeirra 64 sem hófu keppni fóru með því að SMELLA HÉR: