Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 9. 2015 | 09:00

Evróputúrinn: Andy Sullivan í 1. sæti snemma 2. dags á South African Open

Það er enski kylfingurinn Andy Sullivan sem er í efsta sæti á South African Open Championship snemma dags á 2. degi, en gestgjafi mótsins er Erkurhuleni bær í Gauteng, úthverfi Jóhannesarborgar í Suður-Afríku.

Mótið fer fram 8.-11. janúar 2015 í Glendower golfklúbbnum og í dag, eftir 2. keppnisdag, verður skorið niður.

Sullivan er búinn að spila á samtals 8 undir pari, 136 höggum (66 70).

Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Andy Sullivan, sem ekki er meðal þekktustu kylfinga með því að SMELLA HÉR: 

Það voru þeir Andy Sullivan og heimamaðurinn Jbe Kruger sem leiddu eftir 1. dag mótsins, en sjá má hápunkta 1. dags með því að SMELLA HÉR: 

Fylgjast má með skortöflu South African Open með því að SMELLA HÉR:  en 2. hringurinn stendur enn yfir og gætu því nokkrir enn gert atlögu að 1. sætinu.