Evróputúrinn: Andrew Dodt efstur á Australian PGA Championship e. 3. dag
Það er Ástralinn Andrew Dodt sem er efstur á Australian PGA Championship, sem fer fram á RACV Royal Pines Resort á Gullströndinni.
Dodt er búinn að spila á samtals 14 undir pari, 202 höggum ( 65 67 70).
Öðru sætinu deila enn annar heimamaður Ashley Hall og Bandaríkjamaðurinn Harold Varner III, báðir á samtals 12 undir pari, 204 höggum, þ.e. 2 höggum á eftir Dodt.
Þekktari kylfingar, Adam Scott og John Senden verma síðan 4. sætið enn öðrum 2 höggum á eftir eða samtals á 10 undir pari, hvor.
Jarrod Lyle, sem sigraðist á hvítblæði og sneri aftur í golfið og fór holu í höggi á fyrsta hring er á 3 yfir pari, 219 höggum (69 73 77) og hefir leikur hans því miður farið versnandi eftir því sem líður á mótið en hann rétt komst í gegnum niðurskurð og er T-65 af þeim 80 keppendum, sem náðu niðurskurði.
Til þess að sjá stöðuna á Australian PGA Championship SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
