Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 25. 2017 | 15:00

Evróputúrinn: Andres Romero sigraði á BMW Int. Open!!!

Það var Andres Romero sem sigraði á BMW International Open, en mótið fór fram dagana 22.-25. júní 2017 og lauk í dag.

Romero lék á samtals 17 undir pari, 271 höggi (67 71 68 65).

Í 2. sæti urðu Sergio Garcia og Richard Bland, sem deildu forystunni fyrir lokahringinn sem og Belginn Thomas Detry, allir á 16 undir pari.

Einn í 5. sæti varð Svíinn Rikard Karlberg á samtals 14 undir pari.

Til þess að sjá lokastöðuna á BMW International Open SMELLIÐ HÉR: