Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 18. 2015 | 22:15

Evróputúrinn: Amphibarnrat leiðir fyrir lokahringinn á Shenzhen Int. í Kína – Hápunktar 3. dags

Það er thaílenski kylfingurinn Kiradech Amphibarnrat, sem leiðir fyrir lokahringinn í Shenzhen International, í Shenzhen, í Kína, en mótið er samstarfsverkefni Evróputúrsins og Asíutúrsins.

Amphibarnrat er búinn að spila á samtals 12 undir pari, 204 höggum (67 69 68).

Í 2. sæti 2 höggum á eftir er forystumaður gærdagsins, Bandaríkjamaðurinn og Titleist erfinginn Peter Uihlein, en hann er búinn að spila á samtals 10 undir pari, 206 höggum (67 68 71).

Hæst rankaði maður mótsins, Bubba Watson, sem er nr. 4 á heimslistanum er T-58 á samtals 2 yfir pari, heilum 14 höggum á eftir forystumanninum Amphibarnrat.

Til þess að sjá stöðuna að öðru leyti eftir 3. dag Shenzhen International SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Shenzhen International SMELLIÐ HÉR: