
Evróputúrinn: Alvaro Quiros leiðir í Dubai eftir 2. dag
Það er Spánverjinn, Alvaro Quiros, sem leiðir eftir 2. dag Dubai World Championship. Hann átti glæsihring upp á 64 högg í dag, þ.e. -8 undir pari. Sleggjan Quiros fékk 6 fugla og svo æðislegan örn á par-5, 18. brautina á Jumeirah Estate golfvellinum, á annars skollafríum hring. Glæsilegra gerist það varla! Samtals er Alvaro Quiros því búinn að spila á -12 undir pari (68 64).
Í 2. sæti er Svíinn Peter Hanson, sem leiddi í gær, 4 höggum á eftir Quiros, á samtals -8 undir pari. Þriðja sætinu deila þeir Robert Rock frá Englandi og Norður-Írinn Rory McIlroy, en sá síðarnefndi verður að sigra á mótinu til þess að varna því að Luke Donald nái 1. sæti á peningalistum Evrópumótaraðarinnar og PGA mótaraðarinnar bandarísku, fyrstur kylfinga í ár. Sigur dugir þó ekki verði Luke Donald í einu af efstu 9 sætunum á mótinu. Luke Donald hreinlega flaug upp skortöfluna í dag og er í 12. sæti sem stendur og lítur því mjög vel út með að hann nái ætlunarverki sínu að verða í einu af 9 efstu sætunum.
Til þess að sjá stöðuna á Dubai World Championship eftir 2. dag smellið HÉR:
- apríl. 16. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingi Rúnar Birgisson – 16. apríl 2023
- apríl. 15. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (15/2023)
- apríl. 15. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gerða Hammer og Finnbogi Haukur Alexandersson – 15. apríl 2023
- apríl. 14. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hlín Torfadóttir —— 14. apríl 2023
- apríl. 13. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jónína Ragnarsdóttir – 13. apríl 2023
- apríl. 12. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Björg Egilsdóttir – 12. apríl 2023
- apríl. 11. 2023 | 17:00 Masters 2023: Ný met Mickelson á Masters
- apríl. 11. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ágúst Elí Björgvinsson – 11. apríl 2023
- apríl. 11. 2023 | 09:00 Masters 2023: Nokkrar skemmtilegar staðreyndir um Masters
- apríl. 10. 2023 | 20:00 25.000 fréttir skrifaðar á Golf1
- apríl. 10. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elín Illugadóttir —-– 10. apríl 2023
- apríl. 10. 2023 | 13:00 Masters 2023: Jon Rahm: „Þessi var fyrir Seve“
- apríl. 10. 2023 | 00:20 Masters 2023: Sam Bennett hlaut silfurbikarinn
- apríl. 9. 2023 | 23:00 Master 2023: Jon Rahm sigraði!!!
- apríl. 9. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hörður Hinrik Arnarson – 9. apríl 2023