
Evróputúrinn: Alvaro Quiros leiðir í Dubai eftir 2. dag
Það er Spánverjinn, Alvaro Quiros, sem leiðir eftir 2. dag Dubai World Championship. Hann átti glæsihring upp á 64 högg í dag, þ.e. -8 undir pari. Sleggjan Quiros fékk 6 fugla og svo æðislegan örn á par-5, 18. brautina á Jumeirah Estate golfvellinum, á annars skollafríum hring. Glæsilegra gerist það varla! Samtals er Alvaro Quiros því búinn að spila á -12 undir pari (68 64).
Í 2. sæti er Svíinn Peter Hanson, sem leiddi í gær, 4 höggum á eftir Quiros, á samtals -8 undir pari. Þriðja sætinu deila þeir Robert Rock frá Englandi og Norður-Írinn Rory McIlroy, en sá síðarnefndi verður að sigra á mótinu til þess að varna því að Luke Donald nái 1. sæti á peningalistum Evrópumótaraðarinnar og PGA mótaraðarinnar bandarísku, fyrstur kylfinga í ár. Sigur dugir þó ekki verði Luke Donald í einu af efstu 9 sætunum á mótinu. Luke Donald hreinlega flaug upp skortöfluna í dag og er í 12. sæti sem stendur og lítur því mjög vel út með að hann nái ætlunarverki sínu að verða í einu af 9 efstu sætunum.
Til þess að sjá stöðuna á Dubai World Championship eftir 2. dag smellið HÉR:
- janúar. 20. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Silja Rún Gunnlaugsdóttir – 20. janúar 2021
- janúar. 20. 2021 | 10:00 Paulina Gretzky talar um samband sitt við DJ
- janúar. 20. 2021 | 09:30 Thorbjørn Olesen með Covid-19
- janúar. 20. 2021 | 07:30 Spurning hvort Olympíuleikarnir fari fram 2021?
- janúar. 20. 2021 | 07:00 Haraldur Júlíusson látinn
- janúar. 20. 2021 | 06:00 GM: 40 ár frá stofnun GKJ
- janúar. 19. 2021 | 19:00 GA: Veigar hlaut háttvísibikarinn 2020
- janúar. 19. 2021 | 18:00 Paige Spiranac segir Tiger ekkert skrímsli þrátt fyrir framhjáhald
- janúar. 19. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Tommy Fleetwood – 19. janúar 2021
- janúar. 19. 2021 | 10:00 PGA: Jon Rahm dregur sig úr móti vikunnar
- janúar. 18. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðný María Guðmundsdóttir – 18. janúar 2021
- janúar. 18. 2021 | 12:00 Hver er kylfingurinn: Kevin Na?
- janúar. 18. 2021 | 01:30 PGA: Na sigraði á Sony Open
- janúar. 18. 2021 | 00:01 Thomas missir Ralph Lauren sem styrktaraðila
- janúar. 17. 2021 | 21:00 GA: Lárus Ingi kylfingur ársins 2020