Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 11. 2011 | 12:05

Evróputúrinn: Alvaro Quiros í 1. sæti í Dubai – Luke Donald í 1. sæti á peningalista Evrópumótaraðarinnar (og PGA)

Spænski kylfingurinn Alvaro Quiros vann nú  í þessu Dubai World Championship á samtals -19 undir pari, samtals 269 höggum (68 64 70 67). Fyrir síðustu holuna var aðeins 1 höggs munur á Quiros annars vegar og Donald og Lawrie hins vegar. Quiros gerði sér hins vegar lítið fyrir og setti niður skrímslapútt fyrir ERNI á 18.- Æðilegur endir á æðislegur spili hjá Quiros! Hann sagðist loks ætla að halda upp á sigurinn með góðri máltíð og langri ferð heim.

Í 2. sæti varð Skotinn Paul Lawrie á -17 undir pari, samtals 271 höggi (65 73 66 67).

Luke Donald vann sögulegan sigur í Dubai - þó hann hafi „aðeins" verið í 3. sæti - náði hann því þó að vera efstur á peningalistum bæði bandarísku PGA mótaraðarinnar og Evrópumótaraðarinnar

Í þriðja sæti varð svo Luke Donald á -16 undir pari, samtals 272 höggum (72 68 66 66). Með 3. sætinu gulltryggði Luke sér að hann yrði nr. 1 á peningalista Evrópu en áður var hann þegar orðinn nr. 1 á peningalista PGA mótaraðarinnar bandarísku, sem og nr. 1 á heimslistanum. Hann sagði m.a. í viðtali eftir sigurinn að pabbi hans hefði oft komið upp í hugann en faðir Donald lést fyrir skömmu. Luke sagði að pabbi hans hefði líklega orðið stoltur og faðmað hann að sér.

Í 4. sæti varð Svíinn Peter Hanson á -14  undir pari, samtals 274 höggum (64 72 71 67) og í 5. sæti varð síðan Suður-Afríkumaðurinn Charl Schwartzel á -13 undir pari, samtals 275 höggum (69 71 68 67).

Til þess að sjá úrslitin á Dubai World Championship smellið HÉR: