Ragnheiður Jónsdóttir | september. 26. 2019 | 10:00

Evróputúrinn: Alfred Dunhill mótið – FYLGIST MEÐ HÉR

Í dag hefst Alfred Dunhill Links mótið á Evróputúrnum.

Að venju er spilað á einhverjum glæsilegustu og sögufrægustu völlum heims: sjálfri vöggu golfíþróttarinnar St. Andrews, en einnig Carnoustie og Kingsbarns linksurunum.

Mótið stendur 26.-29. september 2019.

Þátt taka nokkrir af bestu kylfingum Evrópu, m.a. Jon Rahm og Tommy Fleetwood, sem báðir voru í síðasta Ryder liði Evrópu, auk t.a.m. stórkylfinga á borð við Justin Rose,  Luke Donald, Lee Westwood og Martin Kaymer.

Fylgjast má með stöðunni á Alfred Dunhill Links með því að SMELLA HÉR: 

Í aðalmyndaglugga: Luke Donald á teig í Alfred Dunhill Links – hann snýr aftur heill heilsu eftir nokkra fjarveru.