Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 20. 2017 | 14:00

Evróputúrinn: Alfred Dunhill 2017 mótið fer ekki fram

Skipuleggjendur  Alfred Dunhill Championship hafa látið fara frá sér fréttatilkynningu þar sem segir að mótið muni ekki fara fram í ár, 2017.

Ástæðan eru endurbætur sem verið er að gera á mótsstað; Leopard Creek golfklúbbnum.

Það er Sólskinstúrinn suður-afríski sem stendur fyrir mótinu í samvinnu við Evróputúrinn.

Fram kom m.a. í fréttatilkynningunni að völlurinn í Malelane, Mpumalanga, „myndi ekki vera til fyrir mótið“ vegna endurbóta.

Það var kylfingurinn Brandon Stone frá S-Afríku sem sigraði í mótinu  í desember 2016.