Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 13. 2016 | 17:30

Evróputúrinn: Alex Norén sigraði á Nedbank mótinu

Það var sænski kylfingurinn Alex Norén sem sigraði á Nedbank Golf Challenge, sem fram fór á Gary Player GC í Sun City, S-Afríku.

Norén lék á samtals 14 undir pari, 274 höggum (69 67 75 63).

Hann átti heil 6 högg á næsta mann, Jeunghun Wang frá S-Kóreu, þannig að sigur Noren var sannfærandi.

Í 3. sæti urðu Spánverjinn Alejandro Cañizares, Victor Dubuisson frá Frakklandi, Ricardo Gouveia frá Portúgal, Branden Grace frá S-Afríku og Andy Sullivan frá Englandi allir á 7 undir pari.

Til þess að sjá lokastöðuna á Nedbank SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta lokahrings Nedbank SMELLIÐ HÉR: