Ragnheiður Jónsdóttir | október. 17. 2016 | 07:30

Evróputúrinn: Alex Noren sigraði á British Masters – Hápunktar 4. dags

Það var sænski kylfingurinn Alex Noren sem sigraði á British Masters.

Noren lék á samtals 18 undir pari, 266 höggum (67 65 65 69).

Í 2. sæti varð austurríski kylfingurinn Bernd Wiesberger á samtals 16 undir pari og í 3. sæti gamla brýnið Lee Westwood á samtals 15 undir pari.

Til þess að sjá hápunkta lokahringsins SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá lokastöðuna á British Masters SMELLIÐ HÉR: