Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 11. 2016 | 06:00

Evróputúrinn: Alex Noren konungur Castle Stuart – Hápunktar lokahrings Opna skoska

Það var sænski kylfingurinn Alex Noren sem sigraði á Opna skoska, sem var mót s.l. viku á Evróputúrnum.

Alex lék á samtals 14 undir pari, 274 höggum (70 66 68 70).

Hann átti 1 högg á þann sem varð í 2. sæti en það var Tyrell Hatton frá Englandi.

Matteo Manassero, Nicolas Colsaerts og Danny Lee deildu síðan 3. sætinu – allir á 12 undir pari, hver.

Sjá má hápunkta lokahrings Opna skoska með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má lokastöðu Opna skoska með því að SMELLA HÉR: