Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 29. 2016 | 10:00

Evróputúrinn: Aguilar leiðir e. 2. dag á Volvo China Open

Það er Argentínumaðurinn Felipe Aguilar sem leiðir eftir að leik var frestað enn einu sinni á Volvo China Open.

Mótið fer fram í Topwin Golf & CC í höfuðborg Kína, Peking.

Aguilar hefir lokið báðum fyrstu hringjunum, öfugt við fjölmarga sem eftir eiga að ljúka leik, en það tókst ekki vegna myrkurs og verður lokið við 2. hring snemma á morgun.

Aguilar hefir leikið á samtals 11 undir pari, 133 höggum (68 65).

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Volvo China Open SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá stöðuna á Volvo China Open e. 2. dag SMELLIÐ HÉR: