Ragnheiður Jónsdóttir | október. 17. 2014 | 07:45

Evróputúrinn: Afmælisstrákurinn Els í forystu e. 2. dag í Hong Kong

Fjórfaldur risamótsmeistarinn Ernie Els er meðal efstu manna á 2. degi  $1.3 milljóna Hong Kong Open eftir glæsihring nú í morgun upp á 5 undir pari, 65 höggum og hélt hann þannig upp á 45 ára afmælið með stæl!
Samtals er Els búinn að spila á 9 undir pari, 131 höggi (66 65).
„Ég spilaði ansi vel og 65a er nákvæmlega þar sem ég þarfnaðist, en völlurinn er þarna til þess að sigrast á þannig að við sjáum bara til hvort ég verði áfram í forystu,“ sagði Els sem er að taka þátt í þessu móti í fyrsta sinn.

Fuglarnir 6 hans Ernie komu allir á fyrstu 11 holunum – eini skollinn kom á par-4 5. braut (en Ernie byrjaði á 11. holu) þegar Ernie reyndi að dræva inn á flöt.

„Ég hafði tækifæri á að vera á virkilega lágu skori í dag en þarna missti ég það,“ sagði Els.

„Þetta var högg sem mátti reyna við en ég þurfti ekkert að slá það.  Þetta voru andleg mistök af minni hálfu,“ bætti Els við um drævið sitt á 4. braut.

„Enn ég hlakka til afgangs vikunnar og augljóslega er ég í góðri stöðu.“
Els sagði að hann myndi halda upp á afmæli sitt án áfengis eftir að skipuleggjendur mótsins gáfu honum köku.

„Ég ætla bara að njóta síðdegisins, fá mér kökusneið og slappa af,“ sagði Ernie Els.

Hér má sjá stöðuna eftir 2. dag á Hong Kong Open, en enn er verið að klára 2. hring og getur staðan því enn breyst SMELLIÐ HÉR: