Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 22. 2019 | 07:30

Evróputúrinn: Adam Scott sigraði á Australian PGA Championship

Það var Adam Scott, sem stóð uppi sem sigurvegari á Australian PGA Championship.

Sigurskor Scott var 13 undir pari, 275 högg.

Hann átti 2 högg á þann sem næstur kom en það var landi hans, Michael Hendry.

Sjá má lokastöðuna á Australian PGA Championship með því að SMELLA HÉR: 

Mótið fór fram í RACV Royal Pines Resort, Gullströndinni, Queensland, Ástralíu, dagana 19.-22. desember og lauk nú rétt í þessu.