Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 25. 2012 | 09:00

Evróputúrinn: 7 líklegir kandídatar til að sigra Ballantine´s Championship

Sjö eða 007? Myndin lítur út eins og sambland af auglýsingu um nýjustu Bond kvikmyndina og auglýsingu frá Herraverslun Hilmars!

Þetta eru þeir 7 kappar, sem líklegastir þykja til afreka á Ballantine´s Open, sem hefst á morgun í Blackstone Golf Club í Icheon í Seúl, Suður-Kóreu:

F.v.: Bae Sang-moon, sigurvegari Opna breska Darren Clarke, Ian Poulter, Kim Kyung-tae, YE Yang, Adam Scott og Miguel Angel Jiménez.

Þeir komu saman í gær á 5 ára afmæli mótsins sem haldið var upp á með stæl í Gala Dinner í Grand Hyatt hotel í Seúl.

Heimild: europeantour.com