Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 3. 2016 | 10:00

Evróputúrinn: 6 efstir e. 1. dag Nordea Masters

Það eru 6 kylfingar sem deila efsta sætinu eftir 1. dag á Nordea Masters, sem er mót vikunnar á Evrópumótaröðinni.

Þetta eru þeir Clément BerardoFlorian FritschSébastien GrosScott HenryAndrew Johnston og Marc Warren.

Allir spiluðu framangreindir 6 kylfingar á 5 undir pari, 67 höggum.

Spilað er venju skv. á golfvelli Bro Hof Slott GC, rétt utan við Stokkhólm.

Annar hringur er þegar hafinn og snemma dags er Englendingurinn Matthew Fitzpatrick efstur á samtals 11 undir pari (68 65) en margir hafa ekki lokið hringjum sínum.

Sjá má stöðuna á Nordea Masters með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má hápunkta 1. dags á Nordea Masters með því að SMELLA HÉR: