Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 3. 2015 | 07:55

Evróputúrinn: 4 leiða e. 1. dag Alstom Open de France

Það eru 4 sem eru efstir og jafnir á Alstom Open de France.

Það eru heimamaðurinn Victor Dubuisson, Kanarí-eyingurinn Rafa Cabrera-Bello; Bernd Wiesberger frá Austurríki og Jaco Van Zyl frá Suður-Afríku.

Allir léku fjórmenningarnir 1. hring á 3 undir pari, 68 höggum.

Sjö manna hópur kylfinga er síðan T-5 eftir 1. dag en þ.á.m. eru m.a. Martin Kaymer, Grégory Bourdy og indverski Íslandsvinurinn Anirban Lahiri.  Allir léku sjömenningarnir 1. hring á 2 undir pari 69 höggum

Sjá má hápunkta 1. dags á Alstom Open de France með því að SMELLA HÉR: 

Til þess að sjá stöðuna á Alstom Open de France en 2. hringur er þegar byrjaður SMELLIÐ HÉR: