Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 12. 2019 | 22:00

Evróputúrinn: 3 leiða á Opna skoska í hálfleik

Það eru 3 kylfingar sem leiða á Opna skoska þegar mótið er hálfnað: Austurríkismaðurinn Bernd Wiesberger, enski kylfingurinn Lee Slatery og Erik Van Rooyen frá S-Afríku.

Allir hafa þessir 3 spilað á samtals 14 undir pari, 128 höggum; Slatery  og Van Royen (64 64) en Wiesberger (67 61); átti eins og sjá má stórglæsilegan 2. hring upp á 61 högg.

Tveir kylfingar deila 4. sætinu og eru 2 höggum á eftir forystumönnunum á samtals 12 undir pari, hvor en þetta eru Henrik Stenson og Ítalinn Nino Bertasio.

Til þess að sjá hápunkta Opna skoska SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá stöðuna á Opna skoska að öðru leyti SMELLIÐ HÉR: