Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 23. 2016 | 16:00

Evróputúrinn: 3. hring frestað vegna myrkurs – Thongchai Jaidee efstur af þeim sem lokið hafa leik

Það er Thaílendingurinn Thongchai Jaidee, sem er efstur af þeim sem lokið hafa við 3 hringi eftir 3. dag Abu Dhabi HSBC Golf Championship.

Jaidee er búinn að spila á 8 undir pari 208 höggum (71 70 67).

Auðvitað er fullt af kylfingum á betra skori en Jaidee, málið er bara að þeir eiga eftir að ljúka leik, en leik var frestað vegna mykurs og hefjast leikar ekki aftur fyrr en kl. 07:40.

Bryson DeChambeau er T-15 en hann á eftir 9 óspilaðar holur af 3. hring og er aðeins 1 höggi á eftir Jaidee

Til þes að sjá stöðuna eftir 3. dag Abu Dhabi HSBC Golf Championship SMELLIÐ HÉR: