Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 19. 2018 | 20:00

Evróputúrinn: 3 Frakkar og 2 Spánverjar í 8 manna úrslitum Belgian Knockout

Í dag hófst útsláttakeppnin í Belgian Knockout, en mótið fer fram í Rinkven International GC í Antwerpen í Belgíu.

Eftir hefðbundna 2 daga höggleikskeppni hófu efstu 64 útslátta höggleikskeppni í dag, á 3. keppnisdegi.

Fyrst kepptu 32 liðstvenndir þannig að eftir 9 holu höggleik stóðu aðeins þeir 32 eftir sem voru á betra skori en andstæðingurinn.

Það sama endurtók sig með þá 32 sem eftir stóðu, þeir spiluðu í 16 manna liðstvenndum enn á ný 9 holu höggleik þannig að eftir stóðu 16, sem aftur spiluðu 9 holu höggleik, þannig að eftir stóðu eftirfarandi 8, sem keppa til úrslita í Belgian Knockout á morgun.

Þetta eru þeir David Drysdale frá Skotlandi, Mike Lorenzo Vera, Benjamin Herbert og Victor Perez frá Frakklandi; Adrian Otaegui og Jorge Campillo frá Spáni, James Heath frá Englandi og heimamaðurinn og Ryder Cup liðsmaðurinn Nicholas Colsaerts.

Sjá má úrslit einstakra leikja með því að SMELLA HÉR: