Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 10. 2016 | 20:00

Evróputúrinn: 3 efstir e. 1. dag Nedbank

Það eru 3 kylfingar sem eru efstir og jafnir eftir 1. keppnisdag Nedbank Golf Challenge, sem hófst í dag á Gary Player CC í Sun City, Suður-Afríku.

Mótið er samstarfsverkefni Evróputúrsins og Sólskinstúrsins suður-afríska.

Eftir 1. dag deila Felipe Aguilar frá Chile, Jeunghun Wang frá Suður-Kóreu og Englendingurinn Ross Fisher efsta sætinu.

Þeir léku allir 1. hringinn á 4 undir pari, 68 höggum.

Fast á hæla þeirra er hópur 7 kylfinga, sem allir eru 1 höggi á eftir, þ.á.m. Svíarnir Alex Noren og Henrik Stenson.

Sjá má stöðuna eftir 1. dag Nedbank Golf Challenge með því að SMELLA HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 1. dags Nedbank Golf Challenge SMELLIÐ HÉR: