Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 24. 2018 | 23:30

Evróputúrinn: Bjerregård efstur á Wentworth e. 1. dag

Það er danski kylfingurinn Lucas Bjerregård sem er efstur eftir 1. dag á flaggskipsmóti Evrópumótaraðarinnar, BMW Championship, sem að venju fer fram á Wentworth í Englandi.

Bjerregård lék 1. hring á glæsilegum 7 undir pari, 65 höggum.

Í 2. sæti eru tveir kylfingar frá S-Afríku Dean Burmester og Darren Fichardt, báðir á 6 undir pari, 66 höggum.

Til þess að sjá hápunkta 1. dags SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá stöðuna að öðru leyti eftir 1. dag á BMW Championship SMELLIÐ HÉR: