Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 22. 2016 | 01:00

Evróputúrinn: Paul Peterson sigraði á D+D Czech Masters

Það var fremur óþekktur kylfingur Paul Peterson frá Bandaríkjunum sem sigraði á D+D Czech Masters, sem var mót vikunnar á Evróputúrnum.

Peterson lék á samtals 15 undir pari, 273 höggum (72 70 64 67).

Peterson átti 1 högg á Thomas Pieters frá Belgíu, sem átti titil að verja.  Pieters sagði eftir hringinn að það væri pútterinn, sem hefði brugðist sér.

Sjá má hápunkta lokahringsins á Czech Masters með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má lokastöðuna á Czech Masters með því að SMELLA HÉR: