Ragnheiður Jónsdóttir | september. 20. 2019 | 19:00

Evróputúrinn: 2 á toppnum í hálfleik BMW

Tveir kylfingar deila forystunni í hálfleik á BMW PGA Championship, þeir Danny Willett og Jon Rahm.

Báðir hafa spilað á samtals 11 undir pari, 133 höggum: Rahm (66 67) og Willett (68 65).

Tveimur höggum á eftir eru þeir Justin Rose, Henrik Stenson og Christiaan Bezuidenhout frá S-Afríku, sem sagt allir þrír á 9 undir pari, hver.

Sjá má stöðuna að öðru leyti á BMW PGA Championship með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má hápunkta 2. dags á BMW PGA Championship með því að SMELLA HÉR: