Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 6. 2014 | 07:15

Evrópu&Sólskinstúrinn: Jamie Donaldson hættir þátttöku í NGC vegna mígreni

Kylfingurinn  Jamie Donaldson,  frá Wales, varð að draga sig úr Nedbank Golf Challenge, sem fram fer í Gary Player CC, í Sun City, Suður-Afríku.

Ástæðan: svæsið mígreni.  Hann lauk 1. hringnum,  á 2 yfir pari, 74 höggum, en fór síðan beint í sjúkratjaldið til þess að hljóta aðhlynningu og tók síðan ákvörðun í framhaldinu að hann gæti ekki haldið áfram keppni .

Það eru aðeins 30 þátttakendur í þessu eina virtasta móti Suður-Afríku… og nú eru þeir aðeins 29.

Donaldson skoraði sigurstigið í keppni Evrópu við Bandaríkin í Ryder bikars keppninni á Gleneagles s.l. haust, en hann vann andstæðing sinn, Keegan Bradley, 4&3.

Til þess að sjá stöðuna í hálfleik á Nedbank Golf Challenge SMELLIÐ HÉR: