Danny Willett eftir sigurinn á Nedbank Golf Challenge 7. desember 2014
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 7. 2014 | 16:00

Evrópu&Sólskinstúrinn: Danny Willett sigraði á Nedbank Golf Challenge

Það var enski kylfingurinn Danny Willett, sem stóð uppi sem sigurvegari á Nedbank Golf Challenge, sem fram fór í Gary Player CC í Sun City, Suður-Afríku.

Willett spilaði á samtals 18 undir pari (71 68 65 66).

Willett átti  4 högg á þann, sem kom næstur þ.e. landa sinn Ross Fisher, sem lék á samtals 14 undir pari og 6 högg á fyrrum nr. 1 á heimslistanum Luke Donald, sem lék á samtals 12 undir pari og varð í 3. sæti.

Sem sagt Englendingar, sem röðuðu sér í efstu 3 sætin!  Þjóðverjinn Marcel Siem varð í 4. sæti á samtals 9 undir pari og Thaílendingurinn Kiradech Amphibarnrat varð í 5. sæti á samtals 7 undir pari, 11 höggum á eftir Willett.

Þetta er 2. sigur Willett á Evrópumótaröðinni og hann byrjar keppnistímabilið 2014-2015 því geysivel!!!

Til þess að sjá lokastöðuna á Nedbank Golf Challenge SMELLIÐ HÉR: