Ragnheiður Jónsdóttir | september. 11. 2014 | 17:30

Evrópumótaröðin: Zanotti að ná sér eftir að fá golfkúlu í höfuðið

Í dag hófst KLM Open, sem fram fer á golfvelli Kennemer G&CC, í Zandevoort í Hollandi og er hluti af Evrópumótaröðinni.

Paraguay-maðurinn Fabrizio Zanotti var svo óheppinn að fá golfkúlu í höfuðið í mótinu.

Zanotti var á 16. braut og fékk teighögg Alexandre Kaleka í höfuðið, sem var að slá af 14. teig.

Zanotti missti ekki meðvitund og fékk þá þegar læknisaðstöð á vellinum og aðstoð sjúkraliða. Skv. lækninum var Zanotti ekki í hættu, en farið var þá þegar með hann á sjúkrahús til frekari rannsókna.

Félagar hans á Evrópumótaröðinni Felipe Aguilar og Ricardo Gonzalez fylgdu Zanotti á sjúkrahúsið og hafa dregið sig úr mótinu til þess að geta verið hjá honum.

Leik var frestað kl. 11:09 og haldið áfram kl. 13:00.   Þ.a.l. tafðist mótið um u.þ.b. 2 klst.

Miguel Vidaor, mótsstjóri Evrópumótaraðarinnar sagði: „Skv. síðustu fréttum frá sjúkrahúsinu hafa allar taugafræðilegar rannsóknir verið jákvæðar. Við óskum þess að Fabrizio nái sér fljótt!“