Ragnheiður Jónsdóttir | september. 5. 2014 | 02:00

Evrópumótaröðin: Molinari og Ramsay efstir í Crans-sur-Sierre – Hápunktar 1. dags

Í gær hófst í Crans-sur-Sierre golfklúbbnum í Crans Montana í Sviss Omega European Masters mótið.

Í efsta sæti eftir 1. dag eru þeir Edoardo Molinari frá Ítalíu og Richie Ramsay frá Skotlandi.

Báðir léku þeir Alpavöllinn í Crans-sur-Sierre á 8 undir pari, 62 höggum.

Þriðja sætinu eftir 1. dag deila Englendingarnir Graeme Storm og Tommy Fleetwood og Norður-Írinn Gareth Maybin, en allir léku þeir á 6 undir pari, 64 höggum.

Sjá má stöðuna að öðru leyti eftir 1. dag Omega Masters í Crans-sur-Sierre með því að SMELLA HÉR:

Sjá má hápunkta 1. dags á Omega Masters í Crans-sur-Sierre með því að SMELLA HÉR: