Ragnheiður Jónsdóttir | október. 24. 2011 | 14:00

Evrópumótaröðin: Graeme McDowell vonast eftir 1. sigri sínum 2011 á Valderrama

Graeme McDowell vonast eftir 1. sigri sínum á árinu, á Evrópumótaröðinni á Andalucia Masters, sem hefst næsta fimmtudag í Club de Golf Valderrama og stendur 27.-30. október.

Norður-Írinn (Graeme McDowell) vann 1. Andalucia Masters í fyrra og vonast til að endurminningarnar fleyti honum til sigurs á þessu eyðimerkursári sigurlega séð. G-Mac er sigurlaus í ár eftir besta ár ævi hans í fyrra, 2010.

McDowell er sem stendur í 24. sæti á The Race to Dubai listanum (peningalista Evrópumótaraðarinnar) með €749,957 í tekjur.

Með sigri á Valderrama gæti hann komið sér meðal topp-15 sem er mikilvægt til þess að fá hlut í bónus pottinum upp á $7,500,000, sem og til að eiga færi á öðru eins þ.e. $7,500,000 í verðlaunafé á Dubai World Championship í desember.

Heimild: europeantour.com