Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 5. 2014 | 08:00

Evrópu&Sólskinstúrinn: Ross Fisher efstur á Nedbank Golf Challenge e. 1. dag – Jiménez tók 1. högg nýs keppnistímabils 2014-2015

Það er Ross Fisher sem er efstur eftir 1. dag Nedbank Golf Challenge eftir 1. dag.

Fisher lék 1. hring á 6 undir pari.  Í 2. sæti eru Þjóðverjinn Marcel Siem, heimamaðurinn George Coetzee og Frakkinn Alexander Levy, allir 2 höggum á eftir Fisher þ.e. á 4 undir pari hver.

Eftir hringinn sagði Fisher m.a.:   „Mér fannst ég dræva virkilega vel í dag. Ég missti ekki margar brautir.  Allir eru með sinn eiginn stíl á að spila þennan völl . Það er virkilega ekki hægt að vera of aggressívur, en það er minn stíll að vilja nota dræverinn mikið vegna þess að ég slæ langt og ansi beint.“

Miguel Ángel Jiménez tók fyrsta höggið í mótinu en Nedbank Golf Challenge er opnunarmót Evrópumótaraðarinnar keppnistímabilið 2014-2015. Eftir sinn hring sagði Jiménez m.a. :

„Ég er elstur af keppendum og líklega sá af strákunum sem hef spilað flest ár (á túrnum).  Nú er ég að byrja 27. keppnistímabil mitt í dag á fyrsta teig.  Það er ánægjulegt að fá að taka fyrsta högg keppnistímabilisins.“

Til þess að sjá stöðuna á Nedbank Golf Challenge SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 1. dags á Nedbank Golf Challenge SMELLIÐ HÉR: