Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 16. 2016 | 08:30

EvrAsíubikarinn: Evrópa 9 – Asía 3 e. 2. dag

Það er allt í himnalagi fyrir lið Evrópu í EvrAsíubikarnum eftir 2. keppnisdag, en lið Evrópu leiðir er komið með 9 vinninga á móti 3 sem lið Asíu er búið að hala inn.

Darren Clarke of félagar því vonum framar ánægðir.

Það voru bara þeir Aniphibarnrat frá Thaílandi og Chawrasia frá Indlandi, sem héldu uppi heiðri liðs Asíu og unnu sinn leik gegn þeim Broberg og Wood í dag og Danni Chia og Nicolas Fung náðu að halda jöfnu gegn þeim Dubuisson og Kjeldsen.

Yfirburðir Evrópu því miklir í fjórleik og fjórmenningi en allir tvímenningsleikirnir eftir á morgun – en margir sem telja bilið of breitt til þess að lið Asíu nái að rétta úr kútnum þetta árið!

Á báðum keppnisdögum sem liðnir eru hefir lið Evrópu fengið 4,5 vinning gegn 1,5 vinningi liðs Asíu og má því með réttu halda fram að lið Evrópu sé þrisvar sinnum betra!

Sjá má hápunkta 2. keppnisdags á EvrAsíubikarnum með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má stöðuna í EvrAsíubikarnum og hvernig leikir dagsins fóru með því að SMELLA HÉR: