Thorbjörn Olesen.
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 31. 2012 | 14:55

Evróputúrinn: Thorbjörn Olesen leiðir fyrir lokadag Opna sikileyska

Það er Daninn Thorbjörn Olesen, sem leiðir fyrir lokadag Opna sikileyska. Olesen er búin að spila hringina 3 á -12 undir pari, samtals 204 höggum (68 69 67).

Í 2. sæti eru Belginn Nicholas Colsaerts og Kanadamaðurinn Andrew Parr á samtals -9 undir pari þ.e. 207 höggum; Colsaerts (67 71 69) og Parr (71 69 67).

Fjórða sætinu deila Írinn Peter Lawrie, sem leiddi eftir 1. dag og Skotinn Lloyd Saltman og enn einn Dani Sören Kjeldsen, allir á -8 undir pari samtals, hver.

Til þess að sjá stöðuna á Opna sikileyska eftir 3. dag smellið HÉR: