Rafael Cabrera-Bello frá Gran Kanarí.
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 12. 2012 | 13:56

Evróputúrinn: Rafael Cabrera Bello sigraði í Dubai Desert Classic

Rafael Cabrera Bello frá Kanarí-eyjum (Maspalomas er klúbburinn hans) sigraði nú fyrir skemmstu í Dubai Desert Classic eftir æsilega lokaholur. Rafael spilaði á -18 undir pari, samtals 270 höggum (63 69 70 68) og hlaut að launum € 315,532 (u.þ.b. 52 milljónir íslenskra króna) í verðlaunafé.

Í 2. sæti urðu Skotinn Stephen Gallacher og Lee Westwood, sem leiddi fyrir gærdaginn báðir aðeins 1 höggi á eftir.  Í 4. sæti varð Þjóðverjinn Marcel Siem á -15 undir pari og 5. sætinu deildu 4 kylfingar þ.á.m. Rory McIlroy á -14 undir pari.

Í 9. sæti urðu Björn, Colsaerts og Sjöholm á -13 undir pari. Franski kylfingurinn Romain Wattel var einn í 12. sæti á -12 undir pari og þá er loks komið að Martin Kaymer, sem deildi 13. sæti ásamt þeim Tano Goya og Ben Curtis, en allir voru á -11 undir pari.

Til þess að sjá úrslit í Dubai Desert Classic smellið HÉR: