
Evróputúrinn: Nicholas Colsaerts og Branden Grace í forystu fyrir lokadag Volvo Golf Champions á Fancourt
Nicolas Colsaerts og Brendan Grace – sem hvor um sig leiddi fyrstu 2 dagana með 4 höggum deila nú efsta sætinu á Volvo Golf Champions, fyrir lokahringinn sem spilaður verður á Fancourt linksaranum í Suður-Afríku á morgun.
Samtals eru þeir félagar búnir að spila á -10 undir pari, samtals 209 höggum; Colsaerts (64 76 69) og Grace (68 66 75).
Aðeins 1 höggi á eftir á samtas -9 undir pari/samtals 210 höggum, í 2. sæti eru suður-afrísku kanónurnar Retief Goosen og Charl Schwartzel.
Rétt á eftir þeim (í 5. sæti ) er Ryder Cup fyrirliðinn spænski, José María Olazábal, sem e.t.v. á sjéns á fyrsta sigri sínum í 7 ár en hann er nú nr. 596 á heimslistanum.
Eftir fremur vætusaman dag þar sem Branden Grace frá Suður-Afríku spilaði á 75 höggum, þá er Olazábal aðeins 2 höggum á eftir forsytunni nú, á samtals -8 undir pari, 211 höggum (71 68 72); búinn að spila jafnt og gott golf.
Spánverjinn 46 ára (Olazábal) er langneðst á heimslistanum af þeim 35 sem taka þátt, 2 höggum á eftir Grace og Belganum Colsaerts.
Olazábal náði að spila á -1 undir pari, 72 höggum, þrátt fyrir að dræva út í buskann í fyrsta höggi sínu þennan 3. dag mótsins auk þess sem hann fékk skramba á á 17. braut. Sú hola reyndist honum dýrkeypt!
Olazábal hefir spilað lítið vegna þess að gigt hefir verið að stríða honum.
„Það er alltaf möguleiki á að maður sigri ekki ef leikurinn er slakur,“ sagði hann. „Það er stundum erfitt að vera jákvæður, en ég veit að ég get barist.“
„Það myndi hafa mikla þýðingu fyrir mig (að sigra). Ég á langa leið framundan en ég er tilbúin og vil veita mér bestu möguleikana.“
„Ég er spenntur fyrir hvað ég þarf að gera en hugsa sem minnst um hvað gæti gerst. Það myndi vera mikið afrek að slá 7-8 sólíd dræv – bara eins og ég geri á æfingarsvæðinu – og vera á sólíd skori.“
Til þess að sjá stöðuna eftir 3. hring á Volvo Golf Champions smellið HÉR:
- október. 1. 2023 | 16:16 Ryder Cup 2023: Áhangendur streymdu á Marco Simone eftir sigur liðs Evrópu 16,5-11,5
- október. 1. 2023 | 15:40 Ryder Cup 2023: Fleetwood innsiglar sigur liðs Evrópu!!!
- október. 1. 2023 | 15:10 Ryder Cup 2023: Hovland, Rory og Hatton unnu sínar viðureignir – Rahm hélt jöfnu – Vantar bara 1/2 stig núna!!!
- október. 1. 2023 | 12:00 Ryder Cup 2023: Tvímenningsleikir sunnudagsins
- október. 1. 2023 | 08:00 Ryder Cup 2023: Evrópa 10,5 – Bandaríkin 5,5 e. 2. dag
- ágúst. 13. 2023 | 21:00 Íslandsmótið 2023: Logi hlaut Björgvinsskálina!
- ágúst. 13. 2023 | 19:30 Íslandsmótið 2023: Ragnhildur og Logi Íslandsmeistarar!!!
- ágúst. 12. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2023)
- ágúst. 7. 2023 | 23:00 Birgir Björn sigurvegari Einvígisins á Nesinu 2023
- ágúst. 1. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur Gíslason og Guðmundur Liljar Pálsson – 1. ágúst 2023
- ágúst. 1. 2023 | 08:18 Ryder Cup 2023: Stewart Cink 5. varafyrirliði liðs Bandaríkjanna
- júlí. 31. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kolbrún Rut Evudóttir – 31. júlí 2023
- júlí. 31. 2023 | 12:00 European Young Masters: Markús Marelsson varð í 2. sæti!!! – Glæsilegur!!!
- júlí. 30. 2023 | 23:59 PGA: Lee Hodges sigurvegari 3M Open
- júlí. 30. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bergsteinn Hjörleifsson – 30. júlí 2023