Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 19. 2012 | 13:00

Evróputúrinn: Nicholas Colsaerts efstur á Volvo Golf Champions – Spilaði á 64 höggum!

Það er ekki á hverjum degi sem Belgar eiga kylfing í efsta sæti golfmóta. Svo er þó staðan í augnablikinu, en belgíski kylfingurinn Nicholas Colsaerts er að gera góða hluti á Volvo Golf Champions, sem hófst í dag í Suður-Afríku. Colsaerts fékk 3 fugla og 1 skolla á fyrri 9 og á seinni 9 fékk hann 7 fugla.  Samtals gerir þetta 10 fugla og 1 skolla þ.e.  -9 undir pari, 64 högg á par-73 Fancourt linksaranum, þar sem mótið fer fram. Það verður að teljast ólíklegt að nokkur hinna 34 þátttakenda í mótinu nái að jafna frábært skor Belgans í dag.

Til þess að sjá stöðuna á 1. degi Volvo Golf Champions smellið HÉR: