Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 22. 2012 | 19:15

Evróputúrinn: McGrane í forystu eftir 1. dag á Trophée Hassan II í Marokkó

Í dag hófst í Agadir í Marokkó, Trophée Hassan II, sem er mót á Evrópumótaröðinni.  Staðan breyttist lítið frá stöðufrétt Golf1 kl. 15 í dag. Damien McGrane hélt forystu sinni, á -7 undir pari, 65 höggum.  Ekki bara það heldur var enginn sem náði skori Spánverjans Alejandro Cañizares, sem vermir 2. sætið, á -5 undir pari 67 höggum.

Þriðja sætinu deildu hins vegar 7 kylfingar, þ.á.m. hinn úlnliðsmeiddi Edoardo Molinari, á -4 undir pari, 68 höggum. Á -3 undir pari, 69 höggum  var hópur 8 kylfinga, sem deildu 10. sæti, þ.á.m. afmæliskylfingur dagsins Peter Lawrie.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Trophée Hassan II, smellið HÉR: