Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 19. 2012 | 08:30

Evróputúrinn: Matthew Baldwin leiðir á Volvo China Open eftir 1. dag

Það er Bretinn Matthew Baldwin sem leiðir eftir 1. dag á Volvo China Open. Mótið hófst í dag í Bihai Lake golfklúbbnum í Tianjin, Kína og stendur fram á sunnudag.

Nokkrir eiga eftir að ljúka leik en fremur ólíklegt að nokkur nái Baldwin, sem spilaði á 65 höggum, -7 undir pari.

Fimm kylfingar komu inn á 66 höggum, þ.á.m. Hollendingurinn Joost Luiten og eru sem stendur í 2. sæti.

Til þess að sjá stöðuna á Volvo China Open eftir 1. dag smellið HÉR: